Flugleiðir í þrot

Þetta má ekki gerast því að gjaldþrot yrði svo þungt högg fyrir lífeyrissjóðanna.


mbl.is Undirbúa viðbrögð ef Icelandair fer í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Skárra að hætta mokstrinum strax frekar en að halda áfram að tapa. Flugfólkið verður að slá af fáranlegum kjörum sem gera fyrirtækið samkeppnishæft ef reyna á að reisa reksturinn við. Annars er leikurinn til einskis.

Örn Gunnlaugsson, 8.6.2020 kl. 23:22

2 identicon

Gjaldþrot yrði ekki þungt högg fyrir lífeyrissjóðina. Þeir keyptu mest í hruninu fyrir lítið og hafa verið að fá arðgreiðslur nærri öll árin. Þannig að þeir tapa litlu ef þeir eru ekki þegar í gróða. Gjaldþrot yrði þungt högg fyrir ríkissjóð. Erlend flugfélög sem tækju við fluginu borga enga skatta hér og ráða ekki Íslenskar áhafnir, skrifstofufólk og flugvirkja. Íslenskur ferðalangar mundu einnig tapa á færri áfangastöðum án millilendinga eða tengiflugs. Og verð á farmiðum mundi sennilega tvöfaldast til flestra staða fyrir Íslendinga. Við eru örþjóð sem skiptir erlendu flugfélögin engu. Samkeppnin og lágu verðin verða fyrir ferðamenn sem vilja heimsækja Ísland en ekki Íslendinga sem vilja heimsækja önnur lönd. Erlendu ferðamennirnir eru drifkraftur flugs erlendu flugfélaganna hingað, ekkert erlent flugfélag sóttist eftir að fljúga með Íslendinga meðan erlendir ferðamenn voru fáir. Og erlend flugfélög hafa ekki boðið fram aðstoð þegar bjarga þurfti föstum Íslendingum heim eða sækja sjúkragögn til Kína.

Stundum er ekki spurning um að tapa eða tapa ekki. Stundum verður ekki komist hjá skaða og þá þarf að lágmarka skaðann og hugsa til framtíðar. Það er ekki vegna heimsku og gjafmildi sem Frakkar og Hollendingar, Þjóðverjar, Bretar, Skandínavar, Bandaríkjamenn og fleiri eru að bjarga flugfélögum, og fæst eru eyríki sem eru háð flugsamgöngum.

Vagn (IP-tala skráð) 9.6.2020 kl. 01:46

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Tímarnir breytast. Það þótti nauðsynlegt að Íslendingar ættu eigin kaupskipaflota hér áður. Hann er allur horfinn og samt gengur lífið sinn vanagang. Þegar Icelandair fer í þrot koma aðrir inn á markaðinn en þeir aðilar treysta sér hins vegar ekki til að bjóða flugfólki sínu óraunhæf kjör sam valda ósamkeppnisfærni félagsins. Flugfreyjur Icelandair virðast staðráðnar í að halda sig við kröfur sínar og keyra félagið þannig í þrot og þar með útrýma sjálfum sér og öðrum stéttum. Nýr aðili mun aldrei gera kjarasamninga við flugfólkið á þeim nótum sem nú eru í gildi við Icelandair. Kjarasamningar hinna nýju aðila verða í takt við það sem gerist hjá samkeppnisaðilum sem hingað fljóga. Icelandair mun ekki stýra verði á flugmiðum sem mun taka mið af eftirspurn á flugi til og frá Íslandi.

Örn Gunnlaugsson, 9.6.2020 kl. 08:41

4 identicon

 

Vagn (IP-tala skráð) 9.6.2020 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Alli Dan

Höfundur

Alfreð Dan Þórarinsson
Alfreð Dan Þórarinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband