Umhverfissóðaskapur

Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju allir umhverfismógúlar séu ekki búnir að fara fram á að framleiðsla á þessum bílum sé ekki bönnuð.  Það er fáránlegt að sverasta gerð af Hummer sem eyðir 35l á hundraði eða meir skuli vera umhverfis vænn við hliðina á þessu fyrirbæri.
mbl.is Fjórhjóladrifinn rafbíll frá Tesla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómægod, ég trúi því ekki að fólk sé svona vitlaust að vísa enn í þessa eldgömlu "rannsókn" sem var meingölluð og niðurstöðurnar dregnar nær strax til baka á sínum tíma.

Ef þú ert búinn að ákveða að hata rafmagnsbíla af því bara máttu gera það í friði, en ekki ljúga að fólki.

Rafhlöður af öllu tagi sem hent er í ruslið eru að sjálfsögðu umhverfisvandamál en nær allar bílarafhlöður fara í endurvinnslu. "Mengun" frá rafmagnsbíl, sérstaklega með hreina íslenska rafmagninu, er ca. 98% minni en frá Hummer skrímslinu.

Ef þú hefur virkilega "oft" velt fyrir þér af hverju sé ekki búið að banna framleiðslu á rafmagnsbílum hefur þér líklega í ekki eitt einasta skipti af þessum "oft" ákveðið að rannsaka málið einu sinni pínulítið. Það er frekar að það ætti að banna framleiðslu bílvéla sem nota jarðefnaeldsneyti. M.a.s. í löndum þar sem rafmagnið á bílinn þinn er búið til með kolaorkuverum er mengun frá honum miklu minni en frá sambærilegum bensínbíl, bæði vegna þess að filterar á orkuverum eru miklu betri en á bílum og eins vegna þess að rafmagnsbíll nýtir 90% orkunnar en bensínbíll sóar 90% orkunnar.

Eða varstu kannski að reyna að djóka eitthvað? Ég á erfitt með að trúa því að einhver sé svona rosalega illa upplýstur en ákveði samt að fullyrða allskyns rugl á Internetinu.

Bragi (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 22:47

2 identicon

FACT: Ninety-nine percent of batteries in conventional cars are recycled, according to the U.S. Environmental Protection Agency. The metals in newer batteries are more valuable and recycling programs are already being developed for them. Utilities plan to use batteries for energy storage once they are no longer viable in a vehicle.

Hlynur (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Alli Dan

Höfundur

Alfreð Dan Þórarinsson
Alfreð Dan Þórarinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband